Haukar í toppsætið

Helena Sverrisdóttir var að vanda í lykilhlutveri hjá Haukum í …
Helena Sverrisdóttir var að vanda í lykilhlutveri hjá Haukum í kvöld. mbl.is/Hari

Haukar komust í efsta sætið í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld með því að sigra Skallagrím í Borgarnesi, 80:66.

Haukar eru með 32 stig eins og Valur eftir 21 umferð af 28 en Keflavík er með 28 stig og Stjarnan 22 í fjórða sæti. Skallagrímur, Snæfell og Breiðablik eru síðan öll með 18 stig og eiga því öll enn möguleika á að skáka Stjörnunni og komast í úrslitakeppnina.

Haukar voru yfir í hálfleik, 37:33, en stungu af í þriðja leikhluta með því að skora 27 stig gegn tíu stigum Borgnesinga. Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka og tók 10 fráköst en Carmen Tyson-Thomas var með 30 stig og 11 fráköst fyrir Borgnesinga.

Gangur leiksins: 3:7, 7:11, 12:14, 17:17, 19:23, 22:27, 31:34, 33:37, 36:44, 38:51, 40:57, 43:64, 43:67, 53:70, 59:76, 66:80.

Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 30/11 fráköst/5 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/5 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3, Árnína Lena Rúnarsdóttir 3, Bríet Lilja Sigurðardóttir 2, Jeanne Lois Figueroa Sicat 2, Arna Hrönn Ámundadóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 21/10 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 15/6 fráköst, Whitney Michelle Frazier 10/7 fráköst/13 stoðsendingar/5 varin skot, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 9, Anna Lóa Óskarsdóttir 8, Rósa Björk Pétursdóttir 8/6 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 5/4 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 4.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jakob Árni Ísleifsson.

Áhorfendur: 118

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert