Skallagrímur í úrvalsdeildina

Skallagrímur er meistari 1. deildar 2018.
Skallagrímur er meistari 1. deildar 2018. Ljósmynd/Facebook-síða Skallagríms

Skallagrímur úr Borgarnesi tryggði sér í kvöld sigur í 1. deild karla í körfuknattleik og þar með sæti í úrvalsdeildinni með því að vinna stórsigur á Snæfelli, 118:87, í  Vesturlandsslagnum í Borgarnesi.

Borgnesingar náðu þar með átta stiga forskoti, eru með 38 stig, og Hamar, Vestri og Breiðablik sem eru með 30 stig hvert geta ekki lengur náð þeim. Þessi þrjú lið fara ásamt Snæfelli í umspil um eitt sæti í úrvalsdeildinni.

Leikurinn í Borgarnesi var jafn framan af en heimamenn náðu góðri forystu í öðrum hluta, staðan var 64:50 í hálfleik, og þeir gerðu síðan 42 stig gegn 18 í þriðja leikhluta.

Aaron Clyde Parks var með þrefalda tvennu fyrir Skallagrím en hann gerði 28 stig, tók 10 fráköst og átti 12 stoðsendingar.

Í hinum leik kvöldsins unnu Gnúpverjar sigur á Fjölni, 84:80, í Kórnum í Kópavogi en þessi lið sigla lygnan sjó í sjötta og sjöunda sætinu.

Skallagrímur - Snæfell 118:87

Borgarnes, 1. deild karla, 01. mars 2018.

Gangur leiksins:: 6:5, 15:12, 19:21, 28:27, 33:34, 43:41, 52:47, 64:50, 73:56, 88:60, 97:66, 106:68, 108:71, 112:75, 116:79, 118:87.

Skallagrímur: Aaron Clyde Parks 28/10 fráköst/12 stoðsendingar, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 22/14 fráköst/10 stoðsendingar, Bjarni Guðmann Jónson 16, Darrell Flake 16/6 fráköst, Kristófer Gíslason 13/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 9, Hjalti Ásberg Þorleifsson 6, Kristján Örn Ómarsson 6, Arnar Smári Bjarnason 2.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

Snæfell: Christian David Covile 20/11 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 18, Nökkvi Már Nökkvason 14, Geir Elías Úlfur Helgason 12, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9/4 fráköst, Jón Páll Gunnarsson 7, Rúnar Þór Ragnarsson 4/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3/5 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frímannsson, Gunnar Þór Andrésson.

Gnúpverjar - Fjölnir 84:80

Kórinn, 1. deild karla, 01. mars 2018.

Gangur leiksins:: 5:6, 10:14, 18:18, 18:30, 22:35, 26:37, 35:44, 42:44, 44:44, 51:45, 58:52, 64:55, 68:58, 72:67, 81:71, 84:80.

Gnúpverjar: Everage Lee Richardson 33/11 fráköst/8 stoðsendingar, Gabríel Sindri Möller 13/7 fráköst, Atli Örn Gunnarsson 11/8 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 9, Leifur Steinn Arnason 9, Tómas Steindórsson 4/16 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 3, Garðar Pálmi Bjarnason 2/4 fráköst.

Fráköst: 35 í vörn, 19 í sókn.

Fjölnir: Sigvaldi Eggertsson 22/4 fráköst, Samuel Prescott Jr. 16/9 fráköst, Andrés Kristleifsson 11/4 fráköst, Hlynur Logi Ingólfsson 11/5 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 5, Arnar Geir Líndal 5, Daníel Freyr Friðriksson 4, Davíð Alexander H. Magnússon 2, Ívar Barja 2, Alexander Þór Hafþórsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Georgia Olga Kristiansen, Friðrik Árnason.

mbl.is