Skallagrímur vann Vesturlandsslaginn

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. mbl.is/Eggert

Einn leikur var á dagskrá Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik í dag þegar Snæfell og Skallagrímur áttust við í Stykkishólmi. Þar voru það gestirnir sem fóru með sigur af hólmi, 87:74, og eru í bullandi baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

Skallagrímur setti tóninn frá byrjun og var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 21:11. Það má segja að sá leikhluti hafi verið sá sem skóp sigurinn, því hinir þrír voru jafnir en Snæfell náði ekki að vinna forskotið niður að ráði. Lokatölur sem áður segir 87:74.

Þrír leikmenn Skallagríms náðu tvöfaldri tvennu í leiknum. Carmen Tyson-Thomas skoraði 33 stig og tók 18 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir skoraði 16 stig og tók 10 fráköst og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 19 stig og tók 10 fráköst. Hún var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hjá Snæfelli skoraði Kristen McCarthy 21 stig og tók 11 fráköst, en fór svo af velli með fimm villur.

Snæfell er því enn í næstneðsta sæti deildarinnar með 18 stig en hefði getað jafnað Skallagrím að stigum með sigri. Skallagrímur er nú ásamt Stjörnunni með 22 stig í 4.-5. sæti, en þeirra á milli situr Breiðablik með 20 stig.

Snæfell - Skallagrímur 74:87

Stykkishólmur, úrvalsdeild kvenna, 03. mars 2018.

Gangur leiksins:: 7:5, 7:14, 11:16, 11:21, 24:25, 27:30, 30:37, 30:39, 35:41, 39:47, 43:52, 50:61, 50:68, 58:71, 66:73, 74:87.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 21/11 fráköst/8 stolnir/6 varin skot, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 12/4 fráköst, Andrea Bjort Olafsdottir 8, Sara Diljá Sigurðardóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 5, Berglind Gunnarsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.

Fráköst: 20 í vörn, 5 í sókn.

Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 33/18 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/10 fráköst/9 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 16/10 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 8/5 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 19 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Sigurbaldur Frímannsson, Georgia Olga Kristiansen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert