ÍR í öðru sæti og mætir Stjörnunni

Christian Jones Keflvíkingur treður boltanum í körfu ÍR-inga í leiknum …
Christian Jones Keflvíkingur treður boltanum í körfu ÍR-inga í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

ÍR voru nú rétt í þessu að leggja Keflavík að velli, 74:69, í síðustu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik í Keflavík.

ÍR endar tímabilið í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Haukum, og mætir Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninar. ÍR-ingar þurftu að treysta á að Haukar töpuðu fyrir Val til að verða deildarmeistarar en það gekk ekki eftir.

Leikurinn var lítið fyrir augað, hvorugt liðið að spila í raun vel og Keflvíkingar sögulega daufir í sínum leik. Keflvíkingar voru einu stigi yfirí hálfleik. Christian Jones leiddi Keflvíkinga með 20 stig en hjá ÍR var það Ryan Taylor með 24 stig. 

Keflvíkingar ljúka því tímabilinu í 8 sæti deildarinnar eins og vitað var fyrir leik og mæta deildarmeisturum Hauka í fyrstu umferð úrslitakeppninar.  

Gangur leiksins:: 6:4, 13:10, 18:15, 24:19, 26:24, 30:29, 40:35, 40:41, 47:43, 49:49, 51:56, 53:61, 58:61, 65:63, 67:66, 69:74.

Keflavík: Christian Dion Jones 20/9 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/6 stoðsendingar, Reggie Dupree 11, Dominique Elliott 8/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 7/6 fráköst, Magnús Már Traustason 3/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 2, Ragnar Örn Bragason 2.

Fráköst: 28 í vörn, 3 í sókn.

ÍR: Ryan Taylor 22/12 fráköst, Danero Thomas 16/4 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 11/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hákon Örn Hjálmarsson 9/7 fráköst, Trausti Eiríksson 5, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 5, Sæþór Elmar Kristjánsson 4, Sveinbjörn Claessen 2.

Fráköst: 31 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

Keflavík 69:74 ÍR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert