Annar deildarmeistaratitill til Hauka

Haukakonur fagna í leikslok.
Haukakonur fagna í leikslok. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar eru deildarmeistarar í Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir 71:67-sigur á Valskonum á útivelli í spennandi leik. Aðeins munaði einu stigi þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka, en Haukakonur héldu út og tryggðu sér efsta sæti deildarinnar.

Þrjár umferðir eru eftir af deildinni, en þrátt fyrir það getur ekk lið náð Haukakonum. Karlalið Hauka varð deildarmeistari á dögunum og eru Haukar því tvöfaldir deildarmeistarar í körfubolta í ár. 

Helena Sverrisdóttir átti stórleik og skoraði 16 stig, tók 20 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Whitney Michelle Frazier skoraði einnig 16 stig og Þóra Kristín Jónsdóttir var með 14. Aalyah Whiteside skoraði 29 stig og tók 16 fráköst hjá Val. 

Valur - Haukar 67:71

Valshöllin, Úrvalsdeild kvenna, 13. mars 2018.

Gangur leiksins:: 5:5, 11:14, 17:22, 23:27, 26:32, 26:32, 27:34, 37:39, 39:39, 41:45, 45:49, 49:55, 55:55, 58:61, 64:68, 67:71.

Valur: Aalyah Whiteside 29/16 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 15/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 4/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 1.

Fráköst: 26 í vörn, 18 í sókn.

Haukar: Whitney Michelle Frazier 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 16/20 fráköst/11 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 14/6 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 10, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 6, Rósa Björk Pétursdóttir 4/4 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 3, Anna Lóa Óskarsdóttir 2.

Fráköst: 28 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Georgia Olga Kristiansen.

Þóra Kristín Jónsdóttir með boltann í kvöld. Elín Sóley Hrafnkelsdóttir …
Þóra Kristín Jónsdóttir með boltann í kvöld. Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir verjast henni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert