Kári verður með Haukum

Kári Jónsson
Kári Jónsson mbl.is/Hari

Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson mun mæta til leiks hjá deildameisturunum Haukum þegar liðið tekur á móti Keflavík í fyrsta leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik á föstudagskvöldið. 

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, tjáði mbl.is í dag að Kári yrði að öllu óbreyttu með í leiknum. Hann æfði með liðinu í gær og virtist ekki kenna sér meins og mun æfa aftur með liðinu í kvöld. 

Haukar höfnuðu í efsta sæti og fengu því liðið í áttunda sæti í 8-liða úrslitum sem að þessu sinni er Keflavík. 

Kári fingurbrotnaði á landsliðsæfingu í síðasta mánuði eins og fram hefur komið þegar landsliðið bjó sig undir leikina gegn Finnlandi og Tékklandi. 

mbl.is