Leika konurnar sama leik og karlarnir?

Helena Sverrisdóttir sækir að körfu Vals en til varnar er ...
Helena Sverrisdóttir sækir að körfu Vals en til varnar er Aalyah Whiteside mbl.is/Hari

Haukakonur geta leikið sama leik og karlaliðið en með sigri gegn Val í Dominos-deildinni í körfuknattleik tryggja Haukarnir sér deildarmeistaratitilinn.

Karlalið Hauka tryggði sér deildarmeistaratitilinn um síðustu helgi þegar það hafði betur á móti Val í lokaumferð deildarinnar.

Haukar og Valur eru í tveimur efstu sætunum í Dominos-deild kenna. Haukar tróna á toppi deildarinnar með 38 stig, Valur er með 34 stig í öðru sæti og Íslandsmeistarar Keflavíkur eru í þriðja sætinu með 32 stig.

Úrslitakeppnin í kvennaflokki hefst 2. apríl en fjögur efstu liðin leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Valur, Haukar og Keflavík eru komin í úrslitakeppnina en baráttan um fjórða sætið stendur á milli Stjörnunnar og Skallagríms. Stjarnan er með 26 stig en Breiðablik 24.

mbl.is