„Náði nokkrum æfingum í vikunni“

Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson skoraði 24 stig fyrir Hauka í sigrinum á Keflavík, 82:73, í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld. Kári lék sinn fyrsta leik í liðlega mánuð en hann fingurbrotnaði í febrúar. 

„Auðvitað finnur maður eitthvað smá og er kannski aumur en þegar maður er kominn inn á þá gleymist það,“ sagði Kári meðal annars þegar mbl.is spjallaði við hann í kvöld en Haukar eru 1:0 yfir í rimmunni við Keflavík.

„Mér fannst vörnin hjá okkur hörkusterk og við vorum þéttir megnið af leiknum og það skóp þetta fyrir okkur. Við vorum ekki frábærir í sókn, hikstuðum þar á köflum en vörnin var alltaf til staðar,“ sagði Kári einnig en viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Ágúst Orrason Keflavík og Kári Jónsson Haukum.
Ágúst Orrason Keflavík og Kári Jónsson Haukum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert