„Við tókum mótlætinu ekki vel“

Emil Barja Haukum og Hörður Axel Vilhjálmsson Keflavík í leiknum …
Emil Barja Haukum og Hörður Axel Vilhjálmsson Keflavík í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Þeir höfðu tökin á þessum leik meira eða minna allan tímann,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir tap fyrir deildameisturum Hauka í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik á Ásvöllum í kvöld. 

Haukar höfðu betur 83:72 og eru þar af leiðandi 1:0 yfir í rimmu liðanna en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit. 

„Við töpuðum algerlega frákastabaráttunni algerlega í fyrri hálfleik. Þeir fengu sjálfstraust og fá á köflum aukaskot eftir sóknarfráköst. Þeir hittu úr stórum skotum sem kom þeim í þægilega stöðu og þeir voru alltaf yfir. Við mættum ekki þessari áskorun sem þá blasti við okkur eftir að hafa komið inn í þennan leik með væntingar. Við tókum mótlætinu ekki vel og náðum okkur aldrei almennilega á strik. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er bara einn leikur í rimmu sem gæti þess vegna orðið margir leikir. Takturinn var ekki góður og sóknarleikurinn of einhæfur. Þegar við fengum galopinn skot þá hittum við illa,“ sagði Friðrik þegar mbl.is tók hann tali á Ásvöllum. 

Friðrik Ingi Rúnarsson
Friðrik Ingi Rúnarsson mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert