Deildarmeistararnir tóku forystuna

KR er deildarmeistari.
KR er deildarmeistari. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Deildarmeistarar KR fara vel af stað í umspili 1. deildar kvenna í körfubolta. KR fékk Grindavík í heimsókn í dag og vann öruggan 77:57-sigur. KR vann alla leiki sína í deildinni á leiktíðinni og búast flestir við að liðið leiki í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

KR var yfir allan tímann í dag og bætti hægt og rólega í forskotið eftir því sem leið á leikinn, með því að vinna alla leikhlutana. Eygló Kristín Óskarsdóttir skoraði 17 stig fyrir KR, en Ólöf Rún Óladóttir gerði 19 stig fyrir Grindavík. 

Liðin mætast öðru sinni í Grindavík næstkomandi miðvikudag. 

KR - Grindavík 77:57

DHL-höllin, 1. deild kvenna, 17. mars 2018.

Gangur leiksins:: 6:4, 12:10, 16:16, 24:19, 29:22, 31:22, 33:24, 38:27, 44:31, 46:34, 51:38, 60:47, 66:47, 72:51, 74:53, 77:57.

KR: Eygló Kristín Óskarsdóttir 17/6 fráköst/5 varin skot, Unnur Tara Jónsdóttir 14/9 fráköst, Ástrós Lena Ægisdóttir 10/9 stolnir, Perla Jóhannsdóttir 10/5 stoðsendingar, Gunnhildur Bára Atladóttir 8/4 fráköst, Þóra Birna Ingvarsdóttir 8/7 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 5/7 fráköst/5 stoðsendingar, Kristbjörg Pálsdóttir 4, Jenný Lovísa Benediktsdóttir 1.

Fráköst: 28 í vörn, 13 í sókn.

Grindavík: Ólöf Rún Óladóttir 19/6 fráköst/5 stolnir, Svanhvít Ósk Snorradóttir 8/4 fráköst, Elísabet María Magnúsdóttir 7, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 6/8 fráköst/5 stolnir, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 6, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 5/7 fráköst, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Andra Björk Gunnarsdóttir 1, Angela Björg Steingrímsdóttir 1.

Fráköst: 20 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson, Friðrik Árnason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert