Fjölnir stendur vel að vígi

Margrét Ósk Einarsdóttir úr Fjölni með boltann en Erna Rún …
Margrét Ósk Einarsdóttir úr Fjölni með boltann en Erna Rún Magnúsdóttir úr Þór reynir að verjast henni. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölniskonur eru komnar í 2:0 í undanúrslitaeinvíginu við Þór frá Akureyri í 1. deild kvenna í körfuknattleik eftir annan spennuleik í Síðuskóla á Akureyri í dag þar sem þær sigruðu 68:66.

Fjölnir vann fyrsta leikinn á þriggja stiga flautukörfu á föstudagskvöldið og getur nú tryggt sér sæti í úrslitunum með heimasigri í þriðja leiknum.

Guðrún Edda Bjarnadóttir, sem skoraði umrædda flautukörfu í fyrsta leiknum, gerði sér lítið fyrir og kom Fjölni í 68:65 með þriggja stiga körfu þegar 30 sekúndur voru eftir og það forskot réðu Akureyringar ekki við.

Gangur leiksins: 5:3, 9:5, 16:7, 21:9, 23:13, 25:17, 30:24, 33:32, 39:37, 44:41, 49:43, 53:47, 53:52, 61:57, 63:63, 66:68.

Þór Ak.: Heiða Hlín Björnsdóttir 19/10 fráköst/5 stoðsendingar, Rut Herner Konráðsdóttir 18/8 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 13/15 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 11, Magdalena Gísladóttir 5/4 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 6 í sókn.

Fjölnir: Berglind Karen Ingvarsdóttir 13/7 stolnir, Erla Sif Kristinsdóttir 12/6 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 9, Guðrún Edda Bjarnadóttir 9, McCalle Feller 9/13 fráköst/7 stoðsendingar, Margret Osk Einarsdottir 8, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 4/6 fráköst, Svala Sigurðadóttir 2, Birta Margrét Zimsen 2.

Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Georgia Olga Kristiansen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert