Green skein í fjarveru stjarnanna

Draymond Green var aðalmaður hjá Golden State í nótt.
Draymond Green var aðalmaður hjá Golden State í nótt. AFP

Þrátt fyrir meiðslavandræði og fjarveru þriggja af sínum bestu mönnum náði Golden State Warriors að vinna tiltölulega öruggan útisigur á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt, 124:109.

Kevin Durant brákaði rifbein og úrskurðað var á föstudag að hann yrði frá keppni í tvær vikur. Klay Thompson er með brákaðan þumalfingur og missir í það minnsta af sjö næstu leikum og Stephen Curry er frá keppni vegna tognunar á ökkla.

Draymond Green tók að sér aðalhlutverkið hjá Golden State en hann skoraði 25 stig, sitt besta á tímabilinu, ásamt því að taka 11 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. 

LeBron James var með þrefalda tvennu fyrir Cleveland í útisigri gegn Chicago, 114:109. Hann skoraði 33 stig, tók 13 fráköst og átti 12 stoðsendingar.

LaMarcus Aldridge skoraði 39 stig yrir San Antonio í góðum sigri á Minnesota, 117:101.

Eftir 19 töp í röð vann Memphis Grizzlies loks leik og sigraði Denver Nuggets, 101:94.

Úrslitin í nótt:

Milwaukee - Atlanta 122:117
Washington - Indiana 109:102
New Orleans - Houston 101:107
Brooklyn - Dallas 114:106
New York - Charlotte 124:101
Chicago - Cleveland 109:114
Memphis - Denver 101:94
San Antonio - Minnesota 117:101
Utah - Sacramento 103:97
Phoenix - Golden State 109:124
Portland - Detroit 100:87

Toronto og Boston eru efst í Austurdeild og með öruggt sæti í úrslitakeppninni. Houston og Golden State eru á toppi Vesturdeildar og einnig örugg áfram. Liðin hafa nú leikið í kringum 70 leiki hvert af 82 í deildakeppninni og lokaspretturinn fram undan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert