KR keyrði Njarðvíkinga í kaf

Maciej Baginski sækir að körfu KR-inga. Kristófer Acox er til …
Maciej Baginski sækir að körfu KR-inga. Kristófer Acox er til varnar. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

KR eru svo gott sem komið í undanúrslit Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir 91:66-stórsigur gegn Njarðvík í kvöld. Fjórfaldir Íslandsmeistarar síðustu ára eru því komnir í 2:0 í einvíginu og hafa nú þrjá leiki, þar af tvo á heimavelli, til að klára einvígið.

Miðað við spilamennsku Njarðvíkinga í kvöld ætti það að vera formsatriði fyrir þá að klára einvígið. Sigur KR aldrei í hættu í kvöld. Gestirnir úr Vesturbænum kláruðu þennan leik í fyrri hálfleik með harðri vörn sem braut heimamenn í Njarðvík og þeir náðu sér aldrei á strik eftir það.

Hjá Njarðvík var Ragnar Nathanaelsson þeirra skástur með 16 stig  en hjá KR var Kristófer Acox þeirra stigahæstur með 21 stig. 

Njarðvík - KR 66:91

Njarðvík, Úrvalsdeild karla, 19. mars 2018.

Gangur leiksins:: 8:8, 10:13, 10:22, 14:30, 16:33, 22:44, 25:50, 33:56, 37:62, 43:64, 48:69, 55:71, 57:78, 59:82, 61:88, 66:91.

Njarðvík: Ragnar Agust Nathanaelsson 16/8 fráköst, Logi Gunnarsson 13, Oddur Rúnar Kristjánsson 8, Terrell Vinson 7/7 fráköst, Kristinn Pálsson 7/8 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 7, Vilhjálmur Theodór Jónsson 5, Ragnar Helgi Friðriksson 3.

Fráköst: 18 í vörn, 13 í sókn.

KR: Kristófer Acox 21/11 fráköst, Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 14/4 fráköst, Björn Kristjánsson 11, Kendall Pollard 10/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 9/7 fráköst/15 stoðsendingar, Þórir Lárusson 3, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Sigurður Á. Þorvaldsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Halldór Geir Jensson.

Njarðvík 66:91 KR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert