Þreföld tvenna hjá LeBron

LeBron James.
LeBron James. AFP

San Antonio Spurs sýndi vængbrotnu liði meistaranna í Golden State Warriors enga miskunn þegar liðin áttust við í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

SA Spurs fagnaði öruggum sigri, 89:75. LaMarcus Aldridge var stigahæstur í liðinu með 33 stig og 19 þeirra skoraði hann í fjórða leikhlutanum. Hann tók að auki 12 fráköst í leiknum. Í liði Golden State sem lék án stórstjarnanna Stephen Curry, Klay Thompson og Kevin Durant var Quinn Cook stigahæstur með 20 stig.

Cleveland Cavaliers sem hefur mætt Golden State í úrslitum lagði Milwaukee Bucks að velli, 124:117. LeBron James náði sinni 16. þreföldu tvennu á leiktíðinni og 71. á ferlinum. James skoraði 17 af 40 stigum sínum í þriðja leikhluta og þá tók hann 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Gríska undrið eins og hann er oft kallaður, Giannis Antetokounmpo, skoraði 37 stig fyrir Milwaukee og tók 11 fráköst.

Úrslitin í nótt:

Philadelphia - Charlotte 108:94
SA Spurs - Golden State 89:75
Brooklyn - Memphis 118:115
Miami - Denver 149:141 e.framl.
New York - Chicago 110:92
Cleveland - Milwaukee 124:117
Indiana - LA Lakers 110:100
Sacramento - Detroit 90:106

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert