Houston stöðvaði sigurgöngu Portland

James Harden skoraði 42 stig fyrir Houston í nótt.
James Harden skoraði 42 stig fyrir Houston í nótt. AFP

Houston Rockets stöðvaði í nótt sigurgöngu Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfuknattleik.

Portland, sem hafði unnið 13 leiki í röð, varð að játa sig sigrað gegn toppliði deildarinnar, 115:111. James Harden átti enn einn stórleikinn fyrir Houston, sem hefur unnið 13 af síðustu 14 leikjum sínum. Harden skoraði 42 stig í afar jöfnum og spennandi leik og Chris Paul var með 22. Al-Farouq Aminu var stigahæstur í liði Portland með 22 stig.

Boston Celtics vann eins stiga sigur á Oklahoma City Thunder, 100:99, þar sem Marcus Morris tyggði Boston sigurinn með þriggja stiga körfu 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Jayson Tatum skoraði 23 stig fyrir Boston og Marcus Morris 21. Russell Westbrook var atkvæðamestur í liði Oklahoma með 27 stig en liðið var sex stigum yfir þegar 25 sekúndur voru til leiksloka.

Úrslitin í nótt:

Boston - Oklahoma 100:99
Orlando - Toronto 86:93
Minnesota - LA Clippers 123:109
New Orleans - Dallas 115:105
Utah - Atlanta 94:99
Phoenix - Detroit 88:115
Portland - Houston 111:115

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert