Nokkrar glæsikörfur Kára (myndskeið)

Kári Jónsson.
Kári Jónsson. mbl.is/Styrmir Kári

Haukamaðurinn Kári Jónsson tryggði Haukunum sigur gegn Keflvíkingum í úrslitakeppninni í Dominos-deildinni í körfuknattleik á ævintýralegan hátt í gærkvöld eins og frægt er orðið en Kári skoraði ótrúlega flautukörfu með skoti af eigin vallarhelmingi.

Kári er ekki óvanur að skora með skotum af löngu færi og í myndskeiðinu hér að neðan má meðal annars sjá hann skora flautukörfu í bikarúrslitaleik á móti Stjörnunni í 9. flokki fyrir nokkrum árum þar sem sést til Ívars Ásgrímssonar á hliðarlínunni en hann var þjálfari Kára þá eins og nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert