Þórsarar ætluðu sér ekki í sumarfrí

Feller McCalle, Fjölni, sækir að körfu Þórs í einvígi liðanna.
Feller McCalle, Fjölni, sækir að körfu Þórs í einvígi liðanna. mbl.is/Árni Sæberg

Þór frá Akureyri er komið aftur inn í baráttuna í einvígi sínu í undanúrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik eftir sigur á Fjölni í Dalhúsum í kvöld, 93:83. Fjölnir var 2:0 yfir í einvíginu og hefði með sigri sent Þórsara í sumarfrí.

Þór var með frumkvæðið allan tímann og var staðan í hálfleik 46:24 fyrir Norðankonur. Leikurinn jafnaðist eftir hlé en Þór uppskar að lokum tíu stiga sigur, 93:83, og er staðan í einvíginu nú 2:1 fyrir Fjölni. Fjórði leikur einvígisins fer fram á Akureyri á föstudagskvöld.

Í einvígi Grindavíkur og KR eru Vesturbæingar komnir í 2:0 eftir sigur í Grindavík, 73:53. KR getur tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu með sigri á heimavelli sínum á laugardag.

Fjölnir - Þór Ak. 83:93

Dalhús, 1. deild kvenna, 21. mars 2018.

Gangur leiksins:: 2:4, 4:11, 12:18, 16:24, 16:31, 18:39, 20:43, 24:46, 31:51, 39:55, 46:57, 55:63, 60:70, 60:78, 71:87, 83:93.

Fjölnir: McCalle Feller 35/10 fráköst/6 stolnir, Margret Osk Einarsdottir 14/6 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 10/10 fráköst/6 stolnir, Erla Sif Kristinsdóttir 8, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 7/4 fráköst, Guðrún Edda Bjarnadóttir 4, Margrét Eiríksdóttir 3, Fanndís María Sverrisdóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 16 í sókn.

Þór Ak.: Heiða Hlín Björnsdóttir 21/6 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 15/12 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 15/7 fráköst, Gréta Rún Árnadóttir 15, Hrefna Ottósdóttir 13, Sædís Gunnarsdóttir 13, Karen Lind Helgadóttir 1.

Fráköst: 23 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Georgia Olga Kristiansen, Sigurbaldur Frimannsson.

Grindavík - KR 53:73

Mustad höllin, 1. deild kvenna, 21. mars 2018.

Gangur leiksins:: 0:4, 0:10, 5:18, 7:22, 11:24, 15:31, 19:37, 20:44, 20:47, 26:51, 28:53, 33:57, 38:61, 43:66, 51:71, 53:73.

Grindavík: Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 19/9 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 11/4 fráköst/5 stolnir, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 7, Angela Björg Steingrímsdóttir 6, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 6, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 4/4 fráköst.

Fráköst: 15 í vörn, 8 í sókn.

KR: Alexandra Petersen 16/5 fráköst, Gunnhildur Bára Atladóttir 11, Perla Jóhannsdóttir 11/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ástrós Lena Ægisdóttir 10/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 7/8 fráköst/4 varin skot, Jenný Lovísa Benediktsdóttir 7, Unnur Tara Jónsdóttir 5/9 fráköst, Þóra Birna Ingvarsdóttir 3/4 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3.

Fráköst: 29 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Friðrik Árnason, Guðmundur Ragnar Björnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert