Dómaranefnd getur tekið mál fyrir

Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson eigast við í leik ÍR …
Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson eigast við í leik ÍR og Stjörnunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir atvikið sem átti sér stað í leik ÍR og Stjörnunnar í gærkvöldi þá velta körfuboltaunnendur því sjálfsagt fyrir sér hvort Ryan Taylor, lykilmaður ÍR og einn besti leikmaður Dominos-deildarinnar, geti átt yfir höfði sér leikbann.

Svo er alls ekki víst þar sem dómarar leiksins sáu atvikið og tóku ákvörðun um refsingu í leiknum sjálfum. Fékk Taylor óíþróttamannslega villu.

Fái dómaranefnd KKÍ ábendingu um atvikið þá getur hún tekið málið fyrir og kært brotið til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Hún getur síðan dæmt Taylor í leikbann ef nefndin lítur brotið alvarlegum augum. En þar sem dómarar leiksins dæmdu villu, en sáu ekki ástæðu til að reka leikmanninn í bað, þá er óvíst að nefndin fari þá leið.

Fái nefndin ábendingu um atvikið í dag þá má búast við niðurstöðu í málinu á morgun þar sem stutt er í næsta leik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert