Hamar leikur aftur til úrslita

Larry Thomas var stigahæstur með 22 stig.
Larry Thomas var stigahæstur með 22 stig. Ljósmynd/Facebook

Hamar leikur til úrslita um sæti í efstu deild karla í körfubolta eftir 104:98-sigur á Snæfelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum í kvöld. Hamar lék einnig til úrslita á síðustu leiktíð, en tapaði þá fyrir Val í oddaleik.

Hamar leikur við Breiðablik í úrslitum, en Breiðablik hafði betur gegn Vestra, 3:0. Larry Thomas var stigahæstur hjá Hamri með 22 stig og Julian Nelson gerði 17 stig. Stórleikur Christian Covile dugði ekki Snæfelli en hann skoraði 41 stig og tók 18 fráköst. 

Hveragerði, 1. deild karla, 23. mars 2018.

Gangur leiksins:: 2:8, 9:14, 15:18, 20:25, 28:33, 30:42, 39:48, 49:51, 54:58, 58:65, 65:70, 73:81, 87:84, 87:89, 92:92, 104:98.

Hamar: Larry Thomas 22/8 fráköst/6 stoðsendingar, Julian Nelson 17/5 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 14/4 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 10/4 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Oddur Ólafsson 9, Smári Hrafnsson 9, Þorgeir Freyr Gíslason 7, Dovydas Strasunskas 6/7 fráköst, Kristinn Ólafsson 6, Ísak Sigurðarson 2, Arnór Ingi Ingvason 2.

Fráköst: 26 í vörn, 15 í sókn.

Snæfell: Christian David Covile 41/18 fráköst/6 stoðsendingar, Geir Elías Úlfur Helgason 16/5 fráköst, Jón Páll Gunnarsson 12, Þorbergur Helgi Sæþórsson 11, Nökkvi Már Nökkvason 6, Viktor Marínó Alexandersson 6/6 fráköst/7 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 4/3 varin skot, Rúnar Þór Ragnarsson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Georgia Olga Kristiansen.

mbl.is