Keflavík enn á lífi í einvíginu gegn Haukum

Kári Jónsson sækir að Keflvíkingnum Christian Dion Jones á Ásvöllum …
Kári Jónsson sækir að Keflvíkingnum Christian Dion Jones á Ásvöllum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keflavík er enn á lífi í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir 81:78-sigur á Haukum í þriðja leik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Staðan er 2:1 fyrir Haukum og munu liðin mætast aftur í Keflavík á mánudaginn kemur.

Það var ljóst, strax frá byrjun, að ævintýralegur sigur Hauka í Suðurnesjunum á þriðjudaginn var hafði ekki slegið Keflvíkinga út af laginu. Þeir mættu grimmir til leiks, tóku forystuna snemma og létu vel finna fyrir sér.

Hetja síðasta leiks, Kári Jónsson, var nokkuð sein í gang í kvöld. Kári skoraði aðeins sex stig í fyrri hálfleik og virtist á tímum hafa úr litlu að moða en Dominique Elliott og Guðmundur Jónsson byrjuðu vel fyrir Keflavík sem var 41:37-yfir í hálfleik.

Það voru svo Haukarnir sem loks mættu til leiks eftir hlé, Kári fór að landa þristunum og Paul Anthony Jones lék á als oddi, skoraði 21 stig í kvöld. Haukar voru fimm stigum yfir fyrir fjórða og síðasta leikhlutann en þá komu gestirnir heldur betur með áhlaup.

Guðmundur var þeirra allra besti leikmaður í kvöld, skoraði 20 stig, og skiptust liðin á að vera yfir á lokamínútum. Keflvíkingar voru svo yfir á síðustu mínútunni og var dramatíkin mikil á loka sekúndum leiksins. Haukar reyndur hvað þeir gátu til að knýja fram aðra ótrúlega endurkomu en Keflvíkingar stóðu vaktina vel og hefndu fyrir ófararnir frá síðasta leik.

Schenkerhöllin, Úrvalsdeild karla, 23. mars 2018.

Gangur leiksins:: 4:3, 9:10, 14:15, 18:20, 23:25, 27:31, 33:37, 35:41, 45:43, 52:49, 57:51, 63:58, 68:61, 71:66, 74:75, 78:81.

Haukar: Paul Anthony Jones III 21/11 fráköst, Kári Jónsson 17/4 fráköst/5 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 14, Kristján Leifur Sverrisson 12, Emil Barja 5/9 fráköst, Finnur Atli Magnússon 4/7 fráköst, Breki Gylfason 3, Hjálmar Stefánsson 2/6 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 11 í sókn.

Keflavík: Guðmundur Jónsson 20/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 10, Magnús Már Traustason 10/5 fráköst, Dominique Elliott 8/5 fráköst, Christian Dion Jones 8/8 fráköst, Daði Lár Jónsson 6/4 fráköst, Reggie Dupree 2.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Halldor Geir Jensson.

Haukar 78:81 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert