Úrslitakeppnin heldur dekrinu áfram

Kristófer Acox sækir að körfu mótherja.
Kristófer Acox sækir að körfu mótherja. mbl.is/​Hari

Í síðasta pistli talaði ég um rosalegustu sigurkörfu sem ég hef séð. Úrslitakeppnin heldur áfram að dekra með tilþrifum því í leik KR og Njarðvíkur átti Kristófer Acox svakalegustu troðslu sem ég hef séð í leik þegar hann tróð sóðalega yfir miðherjann Ragnar Nathanaelsson.

Hann var ekki að troða yfir Þór Saari, fyrrverandi alþingismann, eða einhvern meðalmann á hæð, heldur sjálfa Natvélina sem er 216 cm.

Í sama leik sópuðu KR-ingar Njarðvíkingum út, en sigurinn gæti reynst dýrkeyptur þar sem Jón Arnór Stefánsson meiddist á nára í leiknum. Ég á ekki von á að Jón verði lengi frá en maður veit aldrei með svona nárameiðsli. Þau geta verið hrikalega leiðinleg og erfið.

Það kom þó ekki að sök þar sem Pavel Ermolinski tók málin í sínar hendur og sá til þess að liðið fengi fína hvíld fyrir næstu viðureign. KR-ingar hafa síðan hóað í gamlan árgangabróður Jóns, þar sem Helgi Magnússon mun koma frá Bandaríkjunum fljótlega eftir helgi og spila með liðinu í undanúrslitum.

Benedikt Guðmundsson er reyndur körfuboltaþjálfari og fyrrverandi íþróttafréttamaður sem er sérfræðingur Morgunblaðsins í körfubolta í vetur. Í dag fer hann yfir stöðuna í úrslitakeppni karla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert