Einar Árni tekur við Njarðvík - viðtal

Einar Árni Jóhannsson fyrrum þjálfari Þórsara frá Þorlákshöfn mun taka við liði Njarðvíkur fyrir næsta tímabil í Dominosdeild karla í körfuknattleik.  Frá þessu var greint á heimasíðu Njarðvíkinga nú fyrir stundu. 

Einar þekkir hverja fjöl í Ljónagryfjunni enda uppalinn Njarðvíkur eins og kannski flestir vita.  Einar hefur stýrt liði Þórsara sl. 3 ár með ágætum en gaf það út strax eftir síðasta leik tímabilsins að hann hugðist ekki framlengja þar þrátt fyrir áhuga heimamanna.  Njarðvíkingar gáfu það út fyrir skömmu að þeir myndu ekki framlengja við Daníel Guðna Guðmundsson sem þjálfað hefur fyrir þá sl. tvö ár. 

Í viðtali sagði Einar fyrirvarann hafa verið skamman en í senn auðveld ákvörðun.

Friðrik Ragnarsson formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur handsalar samninginn við Einar Árna ...
Friðrik Ragnarsson formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur handsalar samninginn við Einar Árna Jóhannsson. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is