Það væri fallegt en erfitt

Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með 88:77-sigurinn gegn Keflavík í kvöld þegar þær rauðklæddu tóku útisigur og forystu í einvígi sínu í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. 

Darri fór þó hægt í sakirnar með yfirlýsingar og líkti einvíginu við skák. Darri sagði augljóst að Valur leggði áherslu á að stöðva Brittney Dinkins og það virkaði í kvöld líkt og í síðasta leik liðanna. En Darri bjóst alveg við mótspili frá Keflavík í næsta leik. 

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert