Sverrir Þór og Jón taka við Keflavík

Sverrir Þór Sverrisson.
Sverrir Þór Sverrisson. mbl.is/Hari

Sverrir Þór Sverrisson og Jón Guðmundsson taka við þjálfun karlaliðs Keflavíkur í körfuknattleik en Kjartan Atli Kjartansson sem sér um körfuboltaþáttinn á Stöð 2 greindi frá þessu í kvöld.

Sverrir Þór er núverandi þjálfari kvennaliðs Keflavík en hann er þrautreyndur þjálfari sem lék á árum með Keflavíkurliðinu. Jón er reynslumikill þjálfari sem hefur þjálfað yngri flokka hjá Suðurnesjaliðinu.

Þeir taka við þjálfun Keflavíkurliðsins af Friðriki Inga Rúnarssyni sem greindi frá því eftir tapið í oddaleiknum á móti Haukum í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar að hann hafi ákveðið að hætta í þjálfun.

mbl.is