Haukar sigri frá úrslitaeinvíginu

Þóra Kristín Jónsdóttir og stöllur í Haukum virðast á leið …
Þóra Kristín Jónsdóttir og stöllur í Haukum virðast á leið í úrslit. mbl.is/Árni Sæberg

Deildarmeistarar Hauka unnu öruggan sigur á Skallagrími í Borgarnesi í kvöld, 75:64, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta.

Haukar þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að vinna einvígið en staðan er 2:0. Liðin mætast næst á Ásvöllum á þriðjudagskvöld.

Haukar náðu strax frumkvæðinu í Borgarnesi í kvöld á meðan að Skallagrímskonur hittu illa og Carmen Tyson-Thomas skoraði sín fyrstu stig ekki fyrr en eftir korters leik. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 17:8 Haukum í vil og 37:25 í hálfleik.

Skallagrími tókst helst að hleypa spennu í leikinn í fjórða leikhluta þegar liðið minnkaði muninn í 60:54 með átta stigum í röð, en þar af voru tvær þriggja stiga körfur frá Tyson-Thomas og Bríeti Lilju Sigurðardóttur. Magdalena Gísladóttir setti þá niður mikilvægt þriggja stiga skot fyrir Hauka sem hleyptu leiknum ekki upp í neina dramatík í lokin.

Skallagrímskonur hittu aðeins úr 3 af 23 þriggja stiga skotum í kvöld en Haukar úr sjö, einnig í 23 tilraunum.

Skallagrímur - Haukar 64:75

Borgarnes, úrvalsdeild kvenna, 6. apríl 2018.

Gangur leiksins: 2:5, 2:10, 6:15, 8:17, 10:19, 15:23, 18:32, 25:37, 29:42, 31:46, 37:48, 42:56, 46:60, 54:65, 62:68, 64:75.

Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 40/13 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6/14 fráköst/6 stoðsendingar, Jeanne Lois Figueroa Sicat 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 5/8 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 13 í sókn.

Haukar: Whitney Michelle Frazier 26/15 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Helena Sverrisdóttir 21/13 fráköst/9 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 4/4 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 4, Magdalena Gísladóttir 3, Fanney Ragnarsdóttir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 240

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert