Valur sendi Íslandsmeistarana í frí

Aalyah Whiteside sækir að körfu Keflavíkur í Valshöllinni í kvöld.
Aalyah Whiteside sækir að körfu Keflavíkur í Valshöllinni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik eftir 99:82-sigur á Keflavík á heimavelli í kvöld. Valsarar vinna einvígið 3:1 og mæta Haukum í úrslitunum.

Valsarar hófu leikinn af krafti og komust í átta stiga forystu strax í upphafi. Meistararnir í Keflavík virtust þó vera að ná áttum og unnu sig inn í leikinn svo vel að hin öfluga Brittanny Dinkins fékk tækifæri til að jafna metin undir lok fyrsta leikhluta úr auðveldu skoti. Henni brást þó bogalistin og Valsarar skoruðu fimm þriggja stiga körfur í röð, staðan 33:16 eftir leikhlutann.

Keflvíkingar svöruðu þessu í öðrum leikhluta, unnu hann með tíu stigum og var staðan 54:47 í hálfleik. Brittanny Dinkins var, sem fyrr, frábær í liði Keflavíkur og skoraði 35 stig í leiknum en Aalyah Whiteside var besta heimakvenna með 26 stig.

Keflvíkingar héldu áfram að sækja á eftir hlé og var munurinn orðinn fjögur stig fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þeim tókst svo að jafna metin stuttlega þegar fimm mínútur voru eftir en Valsarar gáfu þá aftur í og unnu að lokum verðskuldað.

Valshöllin, Úrvalsdeild kvenna, 13. apríl 2018.

Gangur leiksins:: 9:2, 17:6, 21:16, 33:16, 35:20, 41:27, 46:38, 54:47, 57:49, 61:54, 63:59, 65:61, 73:65, 73:74, 82:76, 99:82.

Valur: Aalyah Whiteside 26/10 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 18/12 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/8 fráköst/9 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 14, Dagbjört Samúelsdóttir 11, Ragnheiður Benónísdóttir 6/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 5/6 stolnir.

Fráköst: 28 í vörn, 18 í sókn.

Keflavík: Brittanny Dinkins 35/5 fráköst/10 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/8 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11/4 fráköst, Embla Kristínardóttir 7/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 5, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Erna Hákonardóttir 3/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 2.

Fráköst: 11 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Georgia Olga Kristiansen.

Valur 99:82 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert