Úrslitarimman hefst á föstudag

Axel Kárason er einn reyndasti leikmaður Tindastóls.
Axel Kárason er einn reyndasti leikmaður Tindastóls. mbl.is/Árni Sæberg

Úrslitarimma Tindastóls og KR um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik hefst á föstudaginn en leiktímar fyrir rimmuna liggja fyrir. 

Fyrsti leikurinn verður á Sauðárkróki en bikarmeistarar Tindastóls eiga heimaleikjarétt í úrslitunum þar sem þeir höfnuðu ofar en ríkjandi Íslandsmeistarar í KR í Dominos-deildinni. Tindastóll hafnaði í 3. sæti en KR í 4. sæti. 

Leikdagar:

Leikur 1 · 20. apríl kl. 19:15 · Tindastóll-KR
Leikur 2 · 22. apríl kl. 19:15 · KR-Tindastóll
Leikur 3 · 25. apríl kl. 19:15 · Tindastóll-KR
Leikur 4 · 28. apríl kl. 19:15 · KR-Tindastóll (ef þarf)
Leikur 5 ·    1. maí kl. 19:15 · Tindastóll-KR (ef þarf)

Jón Arnór Stefánsson glímir við nárameiðsli og óvíst hversu mikið ...
Jón Arnór Stefánsson glímir við nárameiðsli og óvíst hversu mikið hann getur beitt sér hjá KR. mbl.is/Stella Andrea
mbl.is