Haukar með stórsigur í fyrsta leik

Sigrún Björg Ólafsdóttir sækir að körfunni fyrir Hauka á Ásvöllum …
Sigrún Björg Ólafsdóttir sækir að körfunni fyrir Hauka á Ásvöllum í kvöld. Hallveig Jónsdóttir og Bergþóra Holton Tómasdóttir henni til varnar fyrir Val. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar unnu sannfærandi stórsigur á Val, 85:68, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik á Ásvöllum í kvöld.

Það voru Haukar sem tóku frumkvæðið strax snemma leiks en reginmunurinn á liðunum var skotnýtingin. Haukarnir tóku mun færri skot innan teigs en skoruðu jafnmikið og gestirnir. Að auki voru Haukarnir drjúgir að nýta þriggja stiga tilraunirnar sínar en ekki Valsarar, sem hafa átt bestu þriggja stiga nýtingu deildarinnar á tímabilinu.

Munurinn var mestur 13 stig í fyrri hálfleik en staðan í hléinu var 37:29. Sagan í síðari hálfleik var svo sú sama. Haukar voru áræðnir og öruggir í sínum aðgerðum en áfram gekk illa hjá Völsurum að nýta færin.

Þær Helena Sverrisdóttir og Whitney Michelle Frazier voru, eins og svo oft áður, öflugar í liði deildarmeistaranna. Frazier skoraði 26 stig og átti tíu fráköst en Helena var með þrefalda tvennu; 18 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar.

Liðin mætast aftur í Valshöllinni á laugardaginn kemur.

Schenkerhöllin, Úrvalsdeild kvenna, 19. apríl 2018.

Gangur leiksins:: 8:4, 14:8, 16:12, 18:16, 23:18, 30:20, 35:27, 37:29, 44:35, 51:37, 59:43, 63:49, 69:55, 73:55, 79:63, 85:68.

Haukar: Whitney Michelle Frazier 26/10 fráköst/6 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 18/12 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 12/5 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 10/4 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 9, Rósa Björk Pétursdóttir 7/4 fráköst, Magdalena Gísladóttir 2, Fanney Ragnarsdóttir 1.

Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.

Valur: Aalyah Whiteside 25/14 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 15/10 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 12, Hallveig Jónsdóttir 9/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 1/5 stoðsendingar.

Fráköst: 19 í vörn, 24 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Haukar 85:66 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert