„Hittu ekki rassgat“

Helgi Rafn Viggósson
Helgi Rafn Viggósson mbl.is/Árni Sæberg

Tindastólsmenn steinlágu á heimavelli í fyrsta leik sínum gegn KR í úrslitaeinvíginu í körfubolta í kvöld. KR spilaði magnaða vörn allan leikinn og unnu Vesturbæingar 75:54. Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Stólanna, kom í snöggt viðtal eftir leik og sagði þetta:

„Þeir slógu okkur alveg út með varnarleiknum sínum en aðalatriðið er að við hittum ekki neitt. Menn skutu og skutu og skutu fyrir utan og hittu ekki rassgat. Kannski hefði verið hægt að fara meira inn að körfunni. KR-ingar fá hrós fyrir sinn varnarleik og hann gerði útslagið í þessum leik. Þetta er samt bara einn leikur. Það er annar leikur á sunnudaginn.“

Það er sárabót fyrir ykkur að vita að þið hafið enn ekki tapað útileik í úrslitakeppninni.

„Já, við höldum því bara þannig. Það er bara svoleiðis. Við förum suður og náum okkur í sigur á sunnudaginn.“

Og hvernig ætlið þið að fara að því?

„Við ætlum að spila betri körfubolta, betri liðsbolta“ sagði Helgi Rafn harðákveðinn, greinilega ekki sáttur með útkomuna í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert