Meistararnir komnir áfram

Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir meistarana í Golden State.
Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir meistarana í Golden State. AFP

Meistararnir í Golden State eru komnir í undanúrslitin í Vesturdeildinni í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir sigur gegn San Antonio Spurs, 99:91, í nótt.

Golden State vann einvígið, 4:1, og mætir liðið næst New Orleans Pelicans. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir meistarana, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 24 stig og Draymond Green 17 og tók 19 fráköst. Stephen Curry er áfram á sjúkralistanum hjá Golden State. LaMarcus Aldridge var stigahæstur í liði SA Spurs með 30 stig en liðið var án þjálfarans Gregg Popovich eins og í síðustu leikjum en eiginkona hans lést á dögunum.

Í Austurdeildinni er Philadelphia 76ers komið í undanúrslit eftir sigur gegn Miami Heat, 104:91. Philadelphia vann einvígið, 4:1 og mætir næst Boston eða Milwaukee. J.J. Redick skoraði 27 stig fyrir Philadelphia og Joel Embiid 19. Kelly Olynyk var atkvæðamestur í liði Miami með 18 stig. Ótrúleg umskipti hafa orðið hjá Philadelphia en fyrir tveimur árum var það slakasta í deildinni en þá vann það aðeins 10 leiki en tapaði 72.

Boston er komið í 3:2 gegn Milwaukee eftir sigur í fimmta leik liðana, 92:87. Al Horford skoraði 22 stig fyrir Boston og tók 14 fráköst en hjá Milwaukee skoraði Khris Middleton 23 stig.

Úrslitin í nótt:

Austurdeild:
Boston - Milwaukee 92:87
(Boston er 3:2 yfir)
Milwaukee - Miami 104:91
(Philadelpina vann einvígið, 4:1)

Vesturdeild:
Golden State - SA Spurs 99:91
(Golden State vann einvígið, 4.1)

.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert