Margar gætu fagnað fyrsta

Helena Sverrisdóttir sækir að körfu Vals en til varnar er …
Helena Sverrisdóttir sækir að körfu Vals en til varnar er Aalyah Whiteside. mbl.is//Hari

Haukar geta orðið Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta í fjórða sinn í sögunni í kvöld. Haukakonur sækja þá Valskonur heim á Hlíðarenda en þær eru 2:1 yfir í úrslitaeinvígi liðanna. Leikurinn hefst snemma, eða kl. 18.

Haukar urðu fyrst Íslandsmeistarar árið 2006, undir stjórn Ágústs Björgvinssonar, með 3:0-sigri á Keflavík í úrslitum. Ágúst stýrði liðinu aftur til sigurs ári seinna en þá vann liðið 3:1-sigur á Keflavík í úrslitum. Árið 2009 unnu Haukar svo titilinn síðast, undir stjórn Yngva Gunnlaugssonar. Úrslitaeinvígið það ár, gegn KR, fór í oddaleik sem Haukar unnu á heimavelli, 69:64.

Helena Sverrisdóttir er eini núverandi leikmaður Hauka sem landað hefur Íslandsmeistaratitli en hún varð meistari árin 2006 og 2007. Aðrir leikmenn liðsins gætu fagnað sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í meistaraflokki. Fagni Valur sigri í kvöld munu liðin mætast í oddaleik á Ásvöllum næstkomandi mánudagskvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert