Oddaleikur eftir æsispennu

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir úr Val sendir boltann í leiknum í …
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir úr Val sendir boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Það fór ekki svo að Íslandsmeistarar yrðu krýndir í Valshöllinni í kvöld. Valskonur unnu 68:66-sigur á Haukum í spennuleik og jöfnuðu úrslitaeinvígið í 2:2. Liðin mætast því í oddaleik á mánudagskvöld á Ásvöllum.

Valskonur höfðu frumkvæðið allan leikinn í kvöld, náðu mest 14 stiga forskoti í fyrri hálfleik og voru yfir að honum loknum, 39:29. Haukar fóru illa með skotin sín á meðan Guðbjörg Sverrisdóttir klikkaði varla á skoti fyrir Val en þær Elín Sóley Hrafnkelsdóttir áttu frábæran leik í kvöld fyrir heimakonur.

Valur var sjö stigum yfir fyrir lokafjórðunginn, 53:46, en á lokamínútunum hljóp mikil spenna í leikinn. Haukar náðu að minnka muninn í eitt stig en Hallveig Jónsdóttir setti þá niður mikilvægt þriggja stiga skot, þegar um 100 sekúndur voru eftir. Whitney Frazier tók vel við sér í seinni hálfleiknum, eftir að hafa skorað 1 stig í þeim fyrri, og Helena Sverrisdóttir var að venju góð. Helena minnkaði muninn í tvö stig af vítalínunni þegar rúm mínúta var eftir, 68:66, en fleiri stig voru ekki skoruð. Haukar útfærðu illa kerfi sitt eftir leikhlé þegar um 5 sekúndur voru eftir, og urðu að lokum að sætta sig við tap.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is. Tölfræði úr leiknum má sjá hér að neðan.

Gangur leiksins: 6:3, 10:6, 17:9, 20:13, 27:16, 32:19, 34:21, 39:29, 42:32, 44:37, 48:42, 53:46, 59:50, 61:54, 63:60, 68:66.

Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 19/8 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 15/12 fráköst, Aalyah Whiteside 15/7 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 7, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 3, Ragnheiður Benónísdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 20/7 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 17, Whitney Michelle Frazier 13/13 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 10, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/7 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 2, Sigrún Björg Ólafsdóttir 2.

Fráköst: 22 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson, Jóhannes Páll Friðriksson.

Valur 68:66 Haukar opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert