Kristófer bestur í úrslitakeppninni

Kristófer Acox.
Kristófer Acox. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristófer Acox, landsliðsmaður úr KR, var í kvöld valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í körfuknattleik. 

Frá þessu var greint um það bil sem Íslandsbikarinn fór á loft í Frostaskjólinu en KR varð í kvöld Íslandsmeistari eftir 3:1 sigur á Tindastóli í úrslitarimmunni.

Kristófer skoraði skoraði 23 stig og tók 15 fráköst í leiknum í kvöld. 

mbl.is