Martin stjórnaði víkingaklappi (myndskeið)

Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, fór fyrir liði sínu Chalons-Reims eftir lokaleik liðsins í frönsku 1. deildinni í gær. Hann stjórnaði þá víkingaklappi af stakri snilld.

Martin og félagar kláruðu tímabilið með sigri en komust ekki í úrslitakeppnina. Ólíklegt þykir að Martin haldi kyrru fyrir hjá liðinu á næsta tímabili, en hann hefur gefið það út að hann vilji taka næsta skref á ferlinum. Félagið kom í veg fyrir að hann myndi klára tímabilið hjá sterku ítölsku félagi á dögunum, en líklegt þykir að Martin muni færa sig um set í sumar.

Myndskeið af Martin og víkingaklappinu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is