Stórlið koma saman í Serbíu

Luka Doncic gætir Jóns Arnórs Stefánssonar á EM í Helsinki ...
Luka Doncic gætir Jóns Arnórs Stefánssonar á EM í Helsinki í fyrra. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Til tíðinda dregur í sterkustu Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik, Euroleague, þegar líður á vikuna. Undanúrslitaleikirnir fara fram á föstudaginn en þá mætast CSKA Moskva og Real Madrid og Fenerbache og Zalgiris Kaunas.

Undanúrslitin og úrslitin fara fram í Belgrað í Serbíu og eru sigurvegarar síðustu þriggja ára enn með í keppninni.

Fenerbache er ríkjandi meistari og þar má finna marga öfluga leikmenn. Til að mynda Bobby Dixon og Luigi Datome sem mættu Íslendingum á EM 2015 en einnig Jan Veselý. Kaunas kom á óvart með því að komast í undanúrslitin en hefðin er þó rík í Litháen. CSKA sigraði í Euroleague árið 2016. Þar á bæ er ekkert til sparað þegar hátt er stefnt en í liðinu má til dæmis finna Nando de Colo sem mætti Íslandi á EM 2017.

Real Madrid er einnig stórveldi og sigraði í keppninni 2015. Með liðinu leikur slóvenski Evrópumeistarinn, Luka Doncic, sem mætti Íslendingum á EM í fyrra. Líklegt er talið að hann verði á meðal þeirra fyrstu í nýliðavali NBA í sumar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »