Tvær snúa aftur heim til Keflavíkur

Telma Lind Ásgeirsdóttir.
Telma Lind Ásgeirsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleikskonan Telma Lind Ásgeirsdóttir er á leið til Keflavíkur og mun leika með uppeldisfélagi sínu á næsta tímabili. Hún kemur frá Breiðabliki.

Telma staðfestir þetta við karfan.is, en hún skilaði 9 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik með Blikum á nýafstöðnu tímabili. Hún gekk í raðir félagsins árið 2016 eftir að hafa aðeins leikið með Keflavík þar á undan.

Þá greinir karfan.is einnig frá því að María Jónsdóttir hafi fært sig yfir til Keflavíkur, en hún féll úr efstu deild með Njarðvík í vor. Hún er einnig uppalin í Keflavík.

mbl.is