Finnur Atli með Helenu til Ungverjalands

Haukaparið Helena Sverrisdóttir og Finnur Atli Magnússon.
Haukaparið Helena Sverrisdóttir og Finnur Atli Magnússon. mbl.is/Eggert

Körfuknattleiksmaðurinn Finnur Atli Magnússon mun yfirgefa Hauka og spilar ekki með Hafnarfjarðarliðinu á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vefnum karfan.is.

Finnur Atli er á leið til Ungverjalands ásamt unnustu sinni en Helena Sverrisdóttir samdi í gær við ungverska liðið Cegled um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Helena var lykilmaður í liði Hauka sem varð Íslandsmeistari á dögunum.

Finnur Atli hefur verið ráðinn styrktarþjálfari Cegled en hann hefur leikið með Haukaliðinu undanfarin ár en lék áður með KR.

„Ég er bara gríðarlega spenntur fyrir þessu starfi,“ segir Finnur Atli í samtali við karfan.is. „Ég mun að öllum líkindum ekki spila körfubolta á næsta tímabili en ég mun samt leita mér að einhverjum bolta þarna úti. Hvort það gengur upp verður bara að koma í ljós en í millitíðinni verð ég bara "trophy husband".“


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert