Stórsigur hjá Golden State

Stephen Curry er heldur betur kominn í gang og hér ...
Stephen Curry er heldur betur kominn í gang og hér er hann með boltann í leiknum í nótt en Trevor Ariza hjá Houston er til varnar. AFP

NBA-meistararnir í körfuknattleik, Golden State Warriors, eru komnir með 2:1 forystu í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar gegn Houston Rockets eftir stórsigur í viðureign liðanna í nótt, 126:85,  en leikið var í Oakland.

Liðin unnu sinn hvorn leikinn í fyrstu tveimur viðureignunum í Houston. Leikurinn í nótt var jafn framan af en Golden State var komið í 54:43 í hálfleik. Munurinn jókst í þriðja leikhluta og í þeim fjórða skoruðu meistararnir 38 stig gegn 18.

Stephen Curry skoraði 35 stig fyrir Golden State og Kevin Durant 25 en Draymond Green tók 17 fráköst fyrir liðið.

James Harden skoraði 20 stig fyrir Houston, Chris Paul og Clint Capela 13 hvor.

Fjórði leikur liðanna fer fram í Oakland annað kvöld.

mbl.is