Ilievski áfram með ÍR – Sigvaldi kominn í ÍR

Borche Ilievski.
Borche Ilievski. Eggert Jóhannesson

Borche Ilievskiverður áfram þjálfari karlaliðs ÍR í körfuknattleik en fram kemur í frétt á karfan.is að ÍR-ingar hafa gengið frá nýjum samningi við þjálfarann.

Undir stjórn Illievski höfnuðu ÍR-ingar í öðru sæti í Dominos-deildinni á nýafstöðu tímabili og komust í undanúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn þar sem þeir töpuðu fyrir Tindastóli.

Þá greinir karfan.is frá því að ÍR-ingar hafi fengið til liðs við Sigvalda Eggertsson frá Fjölni en hann var útnefndur besti leikmaðurinn í 1. deildinni á síðustu leiktíð.

mbl.is