Hilmar aftur til Hauka

Hilmar Smári Henningsson í leik með Þór Akureyri á síðustu …
Hilmar Smári Henningsson í leik með Þór Akureyri á síðustu leiktíð. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Körfuknattleiksmaðurinn Hilmar Smári Henningsson er genginn í raðir Hauka á nýjan leik en hann lék stóran hluta á síðasta tímabili sem Þór Akureyri sem fékk hann að láni frá Hafnarfjarðarliðinu.

Hilmar, sem verður 18 ára gamall á þessu ári, er bakvörður sem kom við sögu í 22 leikjum í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð. Hann lék 10 leiki með Haukum en 12 með Þór eftir að hann var lánaður til Akureyrarliðsins í desember og stóð sig vel. Í þessum 22 leikjum skoraði Hilmar að meðaltali 8,4 stig, tók 3 fráköst og gaf 1,7 stoðsendingar.

Hilmar, sem er uppalinn Haukamaður og hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands, samdi við Hauka til tveggja ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert