Ólöf tekur við Íslandsmeisturunum

Ólöf Helga Pálsdóttir fagnar sigri í bikarkeppninni árið 2012.
Ólöf Helga Pálsdóttir fagnar sigri í bikarkeppninni árið 2012. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistararnir í körfuknattleik kvenna, Haukar, hafa fundið eftirmann Ingvar Þórs Guðjónssonar í Grindavík en Ólöf Helga Pálsdóttir mun taka við liðinu. 

Netmiðillinn Karfan.is greinir frá ráðningunni og segir hana vera frágengna en í gær kom fram að Ingvar myndi láta af störfum sem þjálfari liðsins. 

Ólöf Helga stýrði meistaraflokki kvenna hjá Grindavík í b-deildinni í vetur en hún hefur einnig þjálfað í yngri flokkum með góðum árangri og unnið þar Íslandsmeistaratitla. 

Ólöf lék með liði Njarðvíkur sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari nokkuð óvænt árið 2012. 

mbl.is