Þriðji Njarðvíkingurinn í Blika

Hulda Ósk Bergsteinsdóttir, til vinstri, handsalar samninginn við Breiðablik.
Hulda Ósk Bergsteinsdóttir, til vinstri, handsalar samninginn við Breiðablik. Ljósmynd/@BreidablikKarfa

Hulda Ósk Bergsteinsdóttir, körfuknattleikskona úr Njarðvík, er gengin til liðs við Breiðablik og er þriðji leikmaðurinn sem Kópavogsliðið fær frá Njarðvík í vor.

Hulda er 19 ára og leikur með 20 ára landsliði Íslands. Hún lék alla 28 leiki Njarðvíkur í Dominos-deildinni í vetur, skoraði 5 stig og tók 4 fráköst að meðaltali í leik.

Björk Gunnarsdóttir og Erna Freydís Traustadóttir komu á dögunum til liðs við Breiðablik frá Njarðvík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert