Finnur James enn eina appelsínuna?

LeBron James. Gunnar Valgeirsson segist ekki hafa séð aðra eins …
LeBron James. Gunnar Valgeirsson segist ekki hafa séð aðra eins frammistöðu í úrslitakeppni NBA frá því hann fór að fylgjast með og hjá James að þessu sinni. AFP

Lokaúrslitin hefjast í NBA-deildinni í nótt og eru vel þekkt lið sem þar eigast við. Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í úrslitunum í fjórða árið í röð, en það hefur aldrei áður gerst í sögu deildarinnar. Jafnvel Los Angeles Lakers og Boston Celtics náðu ekki slíkum árangri þegar þau voru yfirburðalið á níunda áratugnum.

Bent var á í þessum pistlum fyrir keppnistímabilið að þessi tvö lið yrðu að teljast líkleg til að berjast um titilinn enn eitt árið og í upphafi úrslitakeppninnar var sú spá endurtekin. Leið liðanna í úrslitin varð hins vegar ótrúlega hlykkjótt í gegnum umferðirnar þrjár og á endanum þurftu bæði þessi lið að vinna oddaleikinn á útivelli, svo ekki sé talað um að þurfa að yfirbuga töluverða forystu andstæðingsins í seinni hálfleik síðasta leiksins.

Sögulegt afrek LeBrons James

Leið Cleveland í úrslitarimmuna hefur verið strembin og hefur hvað eftir annað litið út fyrir nú væri loks kominn endirinn á ótrúlegri sigurgöngu LeBrons James í leikseríum Austurdeildar, en James var ekki á því að gefa eftir og hann hreinlega „sópaði“ liði sínu inn í úrslitin þegar það virtist ólíklegt í hvívetna. Þetta var 24. leikserían í röð sem hann vann í úrslitakeppninni austanmegin og í fyrstu umferðinni gegn Indiana virtist engin leið til baka eftir að Indiana náði forystu og gegn Boston í úrslitunum lentu Cavaliers fljótlega í miklum mótvindi eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum.

Undirritaður hefur séð ótrúlega framgöngu leikmanna í úrslitakeppninni undanfarna þrjá áratugi, þar á meðal hjá Michael Jordan, og minnist þess ekki að hafa séð neinn leikmann betri en James í þessari úrslitakeppni. Lið hans er nú í lokaúrslitunum áttunda árið í röð og með þeirri frammistöðu verður hann nú að teljast einn af bestu leikmönnunum í sögu NBA.

„Ég var að reyna að kreista eins mikið og ég gat úr þessari appelsínu,“ sagði hann við ESPN-sjónvarpsstöðina strax að leik loknum – enda lék hann allan leikinn. Hann gerði það svo sannarlega og nú þarf hann að finna enn eina appelsínuna.

Pistilinn í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert