Hildur Björg áfram á Spáni

Hildur Björg Kjartansdóttir.
Hildur Björg Kjartansdóttir. Ljósmynd/Stella

Hildur Björg Kjartansdóttir, landsliðskona í körfubolta, hefur samið við Celta Vigo sem leikur í spænsku B-deildinni. Hildur spilaði með Leganés í sömu deild á síðustu leiktíð.

Hildur staðfesti þetta sjálf á Facebook-síðu sinni í dag. „Það er gott að vera á Spáni, næsta skref er ákveðið. Er búin að semja við Celta de Vigo Baloncesto og er spennt að spila með þeim næsta tímabil!“ skrifaði hún. 

Hildur var með 11,5 stig og 6,5 fráköst að meðaltali í leik í B-deildinni á síðustu leiktíð. Hún hitti úr 48 prósent skota sinna þar af 40 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert