Brynjar Þór kominn í Tindastól

Brynjar Þór Björnsson t.h. leikur með Tindastóli á næsta keppnistímabili ...
Brynjar Þór Björnsson t.h. leikur með Tindastóli á næsta keppnistímabili í körfuknattleiknum. Haraldur Jónasson/Hari

Brynjar Þór Björnsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleikslið Tindastóls á Sauðárkróki. Samningurinn var undirritaður skömmu fyrir hádegið. 

Þar með hefur það gengið eftir sem mbl.is og Morgunblaðið greindu fyrst allra frá í fyrradag að Brynjar Þór væri á leið norður til Tindastóls. 

Auk þess að leika með Tindastóli mun Brynjar Þór koma að þjálfun hjá unglingaráði Tindastóls, eftir því sem fram kemur á Feyki

Brynjar hefur átt langan og farsælan feril með KR og hefur m.a. átta sinnum orðið Íslandsmeistari með KR, síðast í vor eftir úrslitarimmu við Tindastól.  Hann lék einnig um skeið með sænsku úrvalsdeildarliði. 

mbl.is