Úrslitaleikirnir voru skrúðganga

Stephen Curry lyftir bikarnum eftir sigurinn á Cleveland.
Stephen Curry lyftir bikarnum eftir sigurinn á Cleveland. AFP

Golden State Warriors varði meistaratitil sinn eftir viðureignina við Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á laugardag í Ohio og varð því fyrsta liðið í deildinni síðan 2013 til að verja titil sinn.

Warriors vann alla fjóra leiki sína gegn Cleveland, þrátt fyrir ofurmannlegt afrek LeBron James hjá Cavaliers. Þetta var þriðji meistaratitill liðsins á fjórum árum og er nú augljóst að meistararnir hafa með þessu afreki komið sér í flokk bestu liða í sögu deildarinnar.

Segja má að raunverulegur úrslitaleikur deildarinnar í ár hafi verið sjöundi leikur Houston Rockets og Golden State í úrslitarimmu Vesturdeildar, og að leikirnir gegn Cleveland hafi verið nokkurskonar skrúðganga til að fagna titlinum. Svo miklir hafa yfirburðir Warriors verið í þessum lokaúrslitum.

Þetta skapast þó af þeirri stöðu sem við hér á Morgunblaðinu höfum verið að benda á í tvo áratugi – það að topplið Vesturdeildarinnar hafa einfaldlega verið þrepi ofar í getu en bestu liðin austanmegin. Það hafa verið undantekningar, en þær eru allar tengdar getu LeBron James. Ef hann hefði ekki verið í liðum Miami Heat og Cleveland, hefðu lið Austurdeildarinnar átt enn minni möguleika á titlinum. Þar til þessi styrkleikamunur breytist munu topplið Vesturdeilarinnar vera í betri stöðu þegar í lokaúrslitin kemur.

Sjá grein Gunnars Valgeirssonar í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert