Tryggvi æfði með Phoenix Suns (myndskeið)

Tryggvi Snær Hlinason æfði með Phoenix Suns í gær.
Tryggvi Snær Hlinason æfði með Phoenix Suns í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýliðaval í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik fer fram í næstu viku og leggja liðin í deildinni nú fullt kapp á að skoða nýja leikmenn. Landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason er skráður til leiks í nýliðavalinu en bandarískir sérfræðingar telja að hann verði valinn í annarri umferð.

Liðin í deildinni nýta tímann fram að valinu í að fara vel yfir þá leikmenn sem standa til boða og sum ganga svo langt að kalla þá til æfinga hjá sér. Tryggvi er nú til skoðunar hjá Pooenix Suns og æfði hann með liðinu í gær. Suns á fyrsta valrétt í ár en ásamt Phoenix er Brooklyn Nets einnig áhugasamt um hann.

Smelltu hér til þess að sjá Tryggva á æfingu með Phoenix Suns.

mbl.is