Tryggvi fastur á bekknum

Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason mbl.is/Kristinn Magnússon

Tryggvi Snær Hlinason kom ekkert við sögu með Toronto Raptors þegar liðið mætti Oklahoma City Thunder í sumardeild bandarísku NBA-deildarinnar í körfuknattleik í Las Vegas í gær.

Leiknum lauk með 92:82-sigri Oklahoma City en Tryggvi var einn af þremur leikmönnum Raptors sem spilaði ekkert í leiknum. OG Anunoby var stigahæstur í liði Raptors með 19 stig og þá tók hann 6 fráköst. Malachi Richardson kom næstur með 17 stig og 3 fráköst. Tryggvi hefur því spilað í samtals fjórar mínútur með Toronto í sumardeildinni en þær komu allar gegn Minnesota Timberwolves á sunnudaginn en hann sat allan tímann á varamannabekk Raptors í fyrsta leiknum gegn New Orleans Pelicans.

Hvert lið fær að minnsta kosti fimm leiki í sumardeildinni en óvíst er um næsta andstæðing liðsins. Toronto hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í sumardeildinni til þessa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert