Stórleikur Thelmu dugði skammt

Thelma Dís Ágústs­dótt­ir átti mjög góðan leik og skoraði 21 ...
Thelma Dís Ágústs­dótt­ir átti mjög góðan leik og skoraði 21 stig. Ljósmynd/FIBA

Íslenska kvenna­landsliðið í körfu­bolta skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri tapaði fyrir Tyrkjum 76:57 í fjórða leik sín­um í B-deild á Evr­ópu­mót­inu í Rúm­en­íu í dag.

Íslenska liðið hefur þar með tapað þremur af fjórum leikjum sínum en eini sigurinn kom á móti Dönum.

Thelma Dís Ágústs­dótt­ir var stigahæst í íslenska liðinu með 21 stig og tók 8 fráköst, Dagbjört Karlsdóttir skoraði 10, Hulda Bergsteinsdóttir 7 og Anna Lárusdóttir skoraði 6 stig.

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á morgun í síðasta leik sínum í riðlakeppninni.

Tölfræði leiksins

mbl.is