Strákarnir biðu lægri hlut gegn Svíum

U20 ára landslið Íslands.
U20 ára landslið Íslands.

U20 ára landslið karla í körfuknattleik tapaði gegn Svíum í öðrum leik liðsins í A-deild EM sem haldið er í Þýskalandi þessa dagana.

Lokatölur urðu 91:64 Svíum í vil en Ísland tapaði fyrsta leiknum gegn sterku liði Serba,107:60, í fyrstu umferðinni.

Ingvi Guðmundsson var stigahæstur í liði Íslands með 16 stig, Eyjólfur Halldórsson setti niður 11 stig og tók auk þeirra sjö fráköst.

Ísland mætir Ítalíu á morgun í lokaleik riðilsins en Ítalir unnu Svía 85:71 í fyrstu umferðinni og töpuðu með einu stigi gegn Serbíu, 79:78.

Þetta er aðeins í annað sinn í sögunni sem Ísland er á meðal 16 bestu þjóða Evrópu í flokki 20 ára og yngri. Liðið keppti á þessum vettvangi í fyrsta skipti í fyrra, fór alla leið í 8-liða úrslit keppninnar og hélt þar með sæti sínu í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert